Petition Closed

Leyfið Amir að koma heim! // Bring Amir home!

This petition had 1,639 supporters


Við krefjumst þess að Amir fái að koma aftur heim til Íslands þar sem unnusti hans bíður eftir honum!

Amir er hælisleitandi frá Íran sem þurfti að flýja landið sitt og fara frá heimili sínu og fjölskyldu vegna kynhneigðar sinnar. Amir var áður á flótta á Ítalíu þar sem hann var ofsóttur, bæði líkamlega og andlega, jafnt fyrir kynhneigð sína og kristna trú, og var honum hópnauðgað í flóttamannabúðum þar í landi.

Amir hafði verið á Íslandi í hátt í tvö ár þegar yfirvöld handtóku hann fyrir utan geðdeild og létu hann dúsa í fangaklefa þar til þeir brottvísuðu honum aftur til Ítalíu morguninn eftir (s.l. fimmtudag, 2. febrúar 2017).  Amir á unnusta á Íslandi og hefur m.a. verið að læra íslensku í Tækniskólanum og unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum ´78 og Rauða krossinum á meðan hann hefur beðið eftir úrlausn sinna mála. Hér leið honum vel og upplifði meir frið og ró en hann hefur upplifað lengi. 

Það er óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi sem hófst á nýjan leik um leið og hann kom aftur til Ítalíu. Þar er hann einn, peningalaus og án húsnæðis (fær að vera hjá góðum vini í bili en getur ekki verið þar nema tímabundið) enda getur hann af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirar!

Stjórnvöld á Íslandi geta ekki setið í makindum sínum og gagnrýnt aðra fyrir mannvonsku, mannréttindabrot og fasískar aðgerðir og látið þetta viðgangast á sama tíma. Sýnið mannúð og samkennd í verki og leyfið Amir að koma heim. Sýnið að þið trúið því að öll mannslíf skipta máli, líka Amirs. Við krefjumst þess að Amir fái að koma aftur heim til Íslands þar sem unnusti hans bíður eftir honum! Veitið Amir vernd og skjól hér á Íslandi hér frá frekari áföllum, ofsóknum og hryllingi.

Söfnun fyrir Amir stendur yfir. Þeir sem geta lagt söfnuninni lið er bent á reikning: 526-14-403211. Kt: 040986-2869.

Ítarefni:
Samtökin ´78 og SOLARIS skora á íslensk stjórnvöld að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda.
Iranian Asylum Seeker And Gang Rape Survivor Facing Deportation.
Iranian Asylum Seeker To Be Deported Tomorrow Morning.
Óljóst hvort Amir megi giftast íslenskum manni
Amir var sendur úr landi í morgun

 Today: Sema is counting on you

Sema Erla needs your help with “Útlendingastofnun: Leyfið Amir að koma heim! // Bring Amir home!”. Join Sema and 1,638 supporters today.