Áskorun til ríkisstjórnar Íslands að slíta stjórnmála- og efnahagssambandi við Rússland

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands að slíta stjórnmála- og efnahagssambandi við Rússland

Started
3 May 2022
Signatures: 220Next Goal: 500
Support now

Why this petition matters

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands að slíta
stjórnmála- og efnahagssambandi við Rússland

Þann 24. febrúar 2022 hófst allsherjarárás Rússlands á Úkraínu. Stríðið hófst þó árið 2014 þegar almennir borgarar í Úkraínu steyptu af stóli gjörspilltri ríkisstjórn Viktor Yanukovych sem var hliðhollur einræðisstjórninni í Rússlandi. Þá brást Rússland við með því að hernema Krímsakaga og vopna aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk. Stuttu síðar var flugi Malasian Airlines frá Amsterdam til Kuala Lumpur grandað af aðskilnaðarsinnum, með rússneskri eldflaug, með þeim afleiðingum að 298 manns létu lífið.

Þegar þetta er ritað hafa þúsundir almennra borgara í Úkraínu verið drepnir, borgum og bæjum hefur verið tortímt, milljónir hafa flúið heimili sín og efnahagur og innviðir Úkraínu er í rúst. Um er að ræða verstu mannúðarhörmung í Evrópu síðan borgarastríðið í Júgóslavíu.

Rússar hafa ávallt búið við einræði en eftir að allsherjarárásin hófst hafa hundruð þúsunda þurft að flýja Rússland til þess að forðast ofsóknir yfirvalda vegna andstöðu við stríðið. Það litla fjölmiðlafrelsi sem Rússar bjuggu við hefur liðið undir lok og ógnarstjórnin hefur ekki verið jafn grimmileg og fyrir fall Sovíetríkjanna.

Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað talað gegn tilvistarrétti og sjálfsákvörðunarrétti Úkraínu. Þeir tala opinskátt um innlimun Úkraínu að hluta eða heild og hafa nú þegar innlimað Krímskaga að fullu. Ríkisstjórn Rússlands beitir þarlendum fjölmiðlum og sendiráðum óspart til þess að dreifa áróðri og lygum um stríði. Á Íslandi stundar sendiráð Rússlands áróðursstarfsemi og dreifir fjarstæðukenndum lygum um aðdraganda stríðsins og framvindu þess.

Ísland hefur ekki hag á því að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem virðir engin mannréttindi og svarar allri gagnrýni með fjarstæðukenndum lygum. Ísland hefur ekki hag á því að vera í efnahagssambandi við ríki sem virðir ekki lofthelgi Íslands og reynir stöðugt að grafa undan lýðræðisstoðum landsins og annarra í hinum vestræna lýðræðisheimi.

(Þjóðskrá neitaði að hýsa þessa undirskriftasöfnun á island.is með þeim rökum að „í texta listans eru settar fram neikvæðar fullyrðingar gegn einstaklingum sem byggjast á huglægu mati, en skilmálar undirskriftalista kveða á um að listinn sé í samræmi við lög og reglur landsins og séu ekki ærumeiðandi“. Stofnandi listans fordæmir heigulshátt Þjóðskráar.)

Support now
Signatures: 220Next Goal: 500
Support now