Petition Closed

Áskorun til borgarstjórnar vegna ófremdarástands í neyðarskýli borgarinnar

This petition had 1,282 supporters


Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa komið upp 137 tilvik þar sem körlum hefur verið vísað frá neyðarskýli borgarinnar. Það er 137 tilvikum of mikið.
Samkvæmt ósamþykktri áætlun Velferðarsviðs er ekki reiknað með nýju gistiskýli fyrr en eftir 6 – 9 mánuði. Við undirrituð krefjumst þess að þegar í stað verði fundið bráðbirgðahúsnæði til þess að leysa vandann. Ef annað húsnæði finnst ekki innan tíðar bendum við á að hægt væri að nota Tjarnarsal Ráðhússins eða þann hluta Hörpunnar sem ekki er í notkun.

Ég undirritaður/undirrituð skora á borgarstjórn að útvega bráðabirgðahúsnæði fyrir þá sem ekki fá inni í Gistiskýlinu þar til varanleg lausn er fundin.

Ég er með hóp á Facebook sem mér þætti mér vænt um að fólk kynnti sér eða gengi í, slóðin er : https://www.facebook.com/groups/309239189111606/

Ég spyr: Ef það er ekki pláss fyrir fólkið okkar í gistiskýlinu hvar er þá pláss fyrir það?

Svona skrifar þú undir:

Uppi hægra megin stendur "Sign this petition". Þar fyrir neðan skrifar maður nafnið sitt og e-mailadressu og þar næst heimilisfang. Svo er smellt á rauða kassann sem á stendur "Sign" - þá ertu búin(n) að skrifa undir!
Einnig er gott að skrá sig gegnum facebook en það er möguleiki til þess er efst hér á síðunni þegar smellt er á "sign up and log in with facebook".

Hvatning til borgaryfirvalda og velferðaráðs útiskýli fyrir útigangsmenn

 

Frekari upplýsingar : Alma Rut ( almarut@internet.is) og Hrafnhildur Jóhannesdóttir (hrabbakrabba@simnet.isToday: Alma is counting on you

Alma Lindudóttir needs your help with “Áskorun til borgarstjórnar vegna ófremdarástands í neyðarskýli borgarinnar”. Join Alma and 1,281 supporters today.