Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk

13,561 supporters

Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að bregðast við þeirri neyð sem flóttafólk og hælisleitendur búa við víða á Íslandi og birtist meðal annars í bágum aðstæðum, félagslegri einangrun og skorti á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu. Markmið samtakanna er að þrýsta á umbætur í málefnum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi og að mannúð og mannréttindi séu höfð að leiðarljósi í málaflokknum, að berjast fyrir bættri stöðu flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi og fyrir því að mannréttindi og önnur grundvallarréttindi þeirra séu virt.

Started 1 petition

Petitioning Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Útlendingastofnun, Kærunefnd útlendingamála

Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa eiga heima á Íslandi!

Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa komu til Íslands þann 7. ágúst 2018 ásamt foreldrum sínum Doaa og Ibrahim. Það eru 25 mánuðir síðan. Það eru meira en tvö ár síðan! Á þessum rúmum tveimur árum sem þau hafa verið hér hafa börnin gengið í skóla og leikskóla, lært íslensku (sem þau eldri tala betur en arabísku), eignast vini, fundið sér áhugamál og velt því fyrir sér hvað þau vilji verða þegar þau verða stór. Þau hafa fest hér rætur og yngstu strákarnir þekkja ekki mikið annað en að vera á Íslandi. Þau hafa upplifað öryggi, frelsi, frið og skjól með þeim hætti að þau sjá raunverulega fyrir sér framtíð – eitthvað sem er ekki mjög algengt á meðal flóttabarna! Eða það gerðu þau. Þar til lögreglan mætti heim til þeirra fyrir stuttu og tilkynnti þeim að þau fái ekki að vera hér lengur. Að hér sé ekki pláss fyrir þau. Að íslensk yfirvöld vilji nú losna við þau sem fyrst - nánar tiltekið þann 16. september n.k. Þá verða þau sótt af lögreglunni heim til sín, neydd upp í flugvél og flogið til Egyptalands - þaðan sem þau þurftu að flýja vegna ofsókna og ofbeldis af hálfu stjórnvalda þar í landi. Þar geta þau ekki verið og því mun þessi brottvísun frá Íslandi þýða að þau munu aftur þurfa að leggja á flótta.  Algjörlega óháð óskiljanlegri niðurstöðu yfirvalda um að veita fjölskyldunni ekki vernd á sínum tíma þá er ekki með nokkru móti hægt að reyna að réttlæta það að senda flóttabörn úr landi sem hafa verið á Íslandi í meira en tvö ár og að öllu leyti orðin hluti af samfélaginu okkar. Það er ekkert annað en ofbeldi af hálfu íslenska ríkisins að ætla sér að framkvæma slíka brottvísun og íslensk yfirvöld geta gleymt því að slík mannvonska og grimmd verði liðin.  Enn og aftur opinbera íslensk stjórnvöld grimmilega og ómannúðlega stefnu sína í málefnum fólks á flótta sem felur fyrst og fremst í sér það markmið að veita sem fæstum vernd og koma fólki sem fyrst úr landi. Þegar íslensk yfirvöld eru ekki að reyna að endursenda flóttabörn í skelfilegar aðstæður á Grikklandi reyna þau að losa sig við börn sem hafa verið hér á landi í meira en tvö ár. Þetta er ekki lengur eitt mál, tvö mál eða tíu mál. Þetta er skýr stefna. Úr landi með börnin segja íslensk stjórnvöld! Við sem samfélag segjum hins vegar nei! Aftur og aftur og aftur. Við viljum ekki þessa stefnu ykkar sem byggist á illsku, skilningsleysi, fordómum, mannréttindabrotum, algjörum skorti á samkennd og kerfisbundnu ofbeldi á fólki á flótta. Við krefjumst þess að þið stöðvið brottvísun þessara ungu barna sem eru hluti af samfélaginu okkar og drepið ekki drauma þeirra og framtíð. Ykkur ber lagaleg og siðferðisleg skylda til þess að veita þessum börnum skjól og vernd og þið getið gert það án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.   Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10160346810299202&set=a.53163724201&type=3&theater https://www.visir.is/g/20202009446d/-ologlegt-sidferdilega-rangt-og-omannudlegt https://stundin.is/grein/11848/

Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk
13,561 supporters