Endurskoði breytingar á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.
 • Petitioned Guðbjartur Hannesson og íslensk yfirvöld

This petition was delivered to:

Velferðarráðuneytið
Guðbjartur Hannesson og íslensk yfirvöld
Velferðarnefnd
Valgerður Bjarnadóttir
Velferðarnefnd
Unnur Brá Konráðsdóttir
Velferðarnefnd
Pétur H. Blöndal
Velferðarnefnd
Lúðvík Geirsson
Velferðarnefnd
Kristján L. Möller
Velferðarnefnd
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Velferðarnefnd
Guðmundur Steingrímsson
Velferðarnefnd
Eygló Harðardóttir
Fromaður velferðarnefndar
Álfheiður Ingadóttir

Endurskoði breytingar á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.

  1. Sonja Lind Eyglóardóttir og Rósa Hlín Sigfúsdóttir
  2. Petition by

   Sonja Lind Eyglóardóttir og Rósa Hlín Sigfúsdóttir

   Borgarnes, Iceland

Við undirrituð skorum á Guðbjart Hannesson, Velferðarráðherra, að draga til baka breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.

Það er afar kostnaðarsamt ferli að eignast barn með tæknifrjóvgun og varð enn dýrara um nýliðin áramót þegar hið opinbera hætti að taka þátt í kostnaði fyrstu meðferð tæknifrjóvgunar. Slík meðferð kostar nú tæpar 400 þúsund krónur og greiðist alfarið af þeim aðila sem undir meðferðina gengst. Áður voru niðurgreidd um 40% kostnaðar. Heppnist fyrsta meðferðin ekki, sem er mjög líklegt, greiðir ríkið tvo þriðju af kostnaði við næstu 3 meðferðir en ekkert eftir það. Eigi fólk barn fyrir fær það aftur á móti engar endurgreiðslur frá ríkinu.

Með þessum aðgerðum, sem geta reynst einstaklingum sem þrá að eignast barn afar þungbærar, áætlar ríkið að spara alls um 30 miljónir króna á ári. Slík upphæð er ekki mjög há fyrir íslenska ríkið en getur þýtt að efnaminna fólk hefur ekki sömu möguleika og aðrir til að eignast börn. Þannig valda breytingarnar mismunun á grundvelli efnahags fyrir fólk sem er gjarnan í erfiðum aðstæðum.

Við skorum á Guðbjart Hannesson og íslensk yfirvöld að gera enn betur með því að þoka sig nær Norðurlöndum hvað málefni tæknifrjóvgana varðar. Við bendum á að í Noregi greiðir fólk aðeins lyfjakostnaðinn af frjóvgunarmeðferðum og í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi getur fólk farið í allt að þrjár tæknifrjóvganir fyrir brot af þeim kostnaði sem fólk ber hérlendis.

Við bendum á að fjölmargir einstaklingar og pör eru í þeirri stöðu að geta ekki átt börn án aðstoðar. Lyfjakostnaður tengdur frjóvgunum hefur margfaldast frá hruni og það hefur kostnaður við frjóvganir einnig gert. Það að ríkið skuli nú einnig draga úr stuðningi sínum við fólk sem leitar eftir slíkri aðstoð þýðir einfaldlega að slíkt val verður ekki allra.

Það eiga ekki að vera forréttindi útvaldra að geta átt börn á Íslandi.

Virðingarfyllst,

Recent signatures

  News

  1. Reached 3,000 signatures
  2. Umfjöllun í Morgunblaðinu frá 22 feb. 2012

   Það er mjög alvarlegt mál að það hafi fækkað svona fólki sem leita sér aðstoðar hjá Art Medica. Hvaða skilaboð er ríkistjórnin að gefa efnaminna fólki??

  3. Reached 2,500 signatures
  4. Takk fyrir stuðninginn

   Á sama tíma og við viljum þakka kærlega fyrir stuðninginn, þá langaði okkur að biðja ykkur að hvetja fleiri til að skrifa undir. Því fleiri undirskriftir sem við fáum því frekar verður hlustað á okkur. Miðað við að 15 % para á Íslandi eiga við ófrjósemi að stríða þá ættum við að geta náð fleiri undirskriftum. Vandamálið er bara að síðan er ekki nógu sýnileg. Og slóðin að henni aðeins of flókinn. Þannig að ef þið gætuð gefið ykkur tíma og sent á nokkra vini eða sett inn tengil á Facebook síðu, þá gæti það gert mikið gagn. Hægt er að afrita bréfið sem er hér á síðunni og senda áfram.
   Við gefumst ekki upp!
   Takk kærlega.

  5. Reached 2,000 signatures

  Supporters

  Reasons for signing

  • Guðrún Lísa Einarsdóttir KEFLAVíKURFLUGVöLLUR, ICELAND
   • over 2 years ago

   Vinkona mín er nýgreind með hvítblæði. Hún er með 7 egg í frysti sem bíða hennar þegar hún hefur sigrast á sjúkdóminum.

   REPORT THIS COMMENT:
  • Eva Björk Eyþórsdóttir KóPAVOGUR, ICELAND
   • over 2 years ago

   Ég er 27 ára og þarf að fara í beinmergskipti þar sem eru nánast 100% líkur á ófrjósemi. Til að tryggja að ég og maki minn gætum átt börn í framtíðinni frystum við fósturvísa fyrir stuttu. Þetta ferli kostaði okkur tæplega 500.000. Svolítið stór biti að kyngja :(

   REPORT THIS COMMENT:
  • Sólhildur Svava Ottesen REYKJAVíK, ICELAND
   • over 2 years ago

   Á eina 11 ára sem ég fékk með aðstoð glasafrjógvunar. Skrái mig líka fyrir þrjár sem ég þekki sem bíða þess að komast að í meðferð (ef þær hafa efni á því).

   REPORT THIS COMMENT:
  • Guðrún Gunnarsdóttir REYKJAVíK, ICELAND
   • over 2 years ago

   Prinsinn minn kom í heiminn með aðstoð Art Medica eftir langt og strangt ferli. Það verða allir að eiga möguleika á því að reyna.

   REPORT THIS COMMENT:
  • Steinunn Helga Lárusdóttir REYKJAVíK, MONACO
   • over 2 years ago

   Sem íslenskur þegn finnst mér sárt að þurfa að skrá nafn mitt á undirskriftalista til að þrýsta á um svo sjálfsagt réttlætismál.

   REPORT THIS COMMENT:

  Develop your own tools to win.

  Use the Change.org API to develop your own organizing tools. Find out how to get started.